Flautukvartettar Mozarts verða fluttir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar annað kvöld, þriðjudagskvöldið 20. febrúar, kl. 20. Fram koma Freyr Sigurjónsson á flautu, Hlíf Sigurjónsdóttir á fiðlu, Martin Frewer á víólu og Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló

Flautukvartettar Mozarts verða fluttir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar annað kvöld, þriðjudagskvöldið 20. febrúar, kl. 20. Fram koma Freyr Sigurjónsson á flautu, Hlíf Sigurjónsdóttir á fiðlu, Martin Frewer á víólu og Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló. Í tilkynningu segir að all­ir fjór­ir flautu­kvart­ett­ar Moz­arts verði fluttir. Þrjá þeirra samdi hann í Mann­heim vet­ur­inn 1777-78 og hinn fjórða ára­tug síð­ar. „Mann­heim-verk­in samdi hann eftir pönt­un fyr­ir áhuga­manna­kvart­ett og eru þau ekki eins marg­slungin og mörg önn­ur verk hans, en engu að síð­ur yndis­leg, hljóm­mikil, glett­in og krefj­andi fyrir öll hljóð­færin.“