Dagmál Hildur Sverrisdóttir fagnar meiri samhljómi í hælisleitendamálum.
Dagmál Hildur Sverrisdóttir fagnar meiri samhljómi í hælisleitendamálum. — Morgunblaðið/Hallur
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegt að víkja til hliðar þeim séríslensku reglum sem hér gildi um móttöku hælisleitenda og augljóst að samræma þurfi þær því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegt að víkja til hliðar þeim séríslensku reglum sem hér gildi um móttöku hælisleitenda og augljóst að samræma þurfi þær því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum.

Þetta kemur fram í viðtali við hana í Dagmálum, sem opið er öllum áskrifendum Morgunblaðsins.

Hún segir að hinar séríslensku reglur hafi orðið til þess fleiri leiti hingað en ella og að á daginn hafi komið að Ísland ráði ekki við þá ásókn. Hún nefnir t.d. að hér sé vikið frá Dyflinnarreglunni um að fjalla eigi um hælisbeiðni í því landi sem fólk fyrst komi til, en eins hafi fólki verið veitt vernd hér þrátt fyrir að hafa þegar verið veitt vernd annars staðar.

Í þættinum er einnig fjallað um frumvarp hennar um breytingu á meðferð sakamála, svo rannsóknir dragist ekki úr hömlu. andres@mbl.is