Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björn Bjarnason fjallar um boðaða kúvendingu Kristrúnar Frostadóttur í útlendingamálum og segir að við hana fari „allt á endann innan Samfylkingarinnar.

Björn Bjarnason fjallar um boðaða kúvendingu Kristrúnar Frostadóttur í útlendingamálum og segir að við hana fari „allt á endann innan Samfylkingarinnar.

Sjálfri sér samkvæm hafði Kristrún ekki fyrir því að kynna stefnubreytinguna í sex manna þingflokki Samfylkingarinnar. Hún vissi líklega, sem reyndist rétt, að þar getur hún aðeins reitt sig á einn þingmann, Jóhann Pál Jóhannsson, sem hringdi í hana um árið og sagði að byðu þau sig fram til þings í Reykjavík í september 2021 gætu þau náð flokknum undir sig. Jóhann Páll var sannspár. Þeim var tekið sem frelsandi englum og hefur gengið svo vel og snurðulaust að breyta ímynd flokksins að þau telja sig mega allt: nýr formaður, nýtt flokksheiti, nýtt merki og ný stefna.“

Björn segir frá því að Jóhann Páll hefur lýst sig sammála formanninum og varaformaðurinn Guðmundur Árni Stefánsson sömuleiðis.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður hafi einnig gerst málsvari Kristrúnar og reynt að plástra sár innan flokks með því að segja hana aðeins hafa sett fram „almennar vangaveltur um ýmsar hliðar þessara mála“.

Þessu er Björn ekki sammála. Kristrún sé að setja fram stefnu í málaflokknum en útlendingamálin valdi „svöðusári í Samfylkingunni. Plástrar duga ekki.“