Hópsýking Nemendur og kennarar í skólanum hafa greinst með hettusótt.
Hópsýking Nemendur og kennarar í skólanum hafa greinst með hettusótt. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veiru­sjúk­dóm­ur­inn hettu­sótt hef­ur greinst meðal starfs­manna og nemenda Hraun­valla­skóla í Hafnar­f­irði. Nem­end­um í fyrsta til sjötta bekk verður boðin bólu­setn­ing í skól­an­um í dag. Greint var frá sýkingunum í bréfi sem…

Veiru­sjúk­dóm­ur­inn hettu­sótt hef­ur greinst meðal starfs­manna og nemenda Hraun­valla­skóla í Hafnar­f­irði. Nem­end­um í fyrsta til sjötta bekk verður boðin bólu­setn­ing í skól­an­um í dag.

Greint var frá sýkingunum í bréfi sem sótt­varn­a­lækn­ir sendi starfs­fólki skól­ans og for­eldr­um barna á fimmtu­dag, líkt og fjallað var um á mbl.is í gær. Um er að ræða tvo kennara og tvö börn en hinir fullorðnu kennarar eru óbólusettir að því er Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir greindi frá í kvöldfréttum RÚV í gær.

Á miðviku­dag var greint frá því að í byrj­un fe­brú­ar hefði hettu­sótt greinst á höfuðborg­ar­svæðinu. Hettu­sótt get­ur smit­ast á milli þeirra sem eru óbólu­sett­ir eða þeirra sem ekki hafa fengið hettu­sótt áður. Þeir sem eru tví­bólu­sett­ir eru í lít­illi hættu á að smit­ast.