Tvenna Höjlund hefur skorað sjö mörk í síðustu sex deildarleikjum.
Tvenna Höjlund hefur skorað sjö mörk í síðustu sex deildarleikjum. — AFP/Glyn Kirk
Manchester City missteig sig í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla þegar liðið gerði jafntefli við Chelsea, 1:1, í stórleik 25. umferðar á laugardagskvöld. Raheem Sterling kom Chelsea yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Rodri jafnaði metin fyrir Man

Manchester City missteig sig í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla þegar liðið gerði jafntefli við Chelsea, 1:1, í stórleik 25. umferðar á laugardagskvöld.

Raheem Sterling kom Chelsea yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Rodri jafnaði metin fyrir Man. City sjö mínútum fyrir leikslok.

Liverpool og Arsenal gerðu engin mistök í toppbaráttunni og unnu örugga sigra.

Liverpool lagði Brentford öruglega á útivelli, 4:1, þar sem Darwin Núnez, Alexis Mac Allister, Mohamed Salah og Cody Gakpo skoruðu fyrir gestina. Ivan Toney skoraði mark Brentford.

Arsenal heimsótti Burnley og vann stórsigur, 5:0. Bukayo Saka skoraði tvívegis auk þess sem Martin Ödegaard, Leandro Trossard og Kai Havertz komust á blað.

Liverpool er á toppnum með 57 stig, Arsenal er í 2. sæti með 55 stig og Man. City er í 3. sæti með 54 stig og á leik til góða.

Aston Villa kom sér upp í 4. sæti með 2:1-sigri á Fulham á útivelli. Á sama tíma tapaði Tottenham á heimavelli fyrir Wolves, 1:2, og fór niður í 5. sæti.

Manchester United lagði nýliða Luton Town, 2:1, á útivelli í gær. Rasmus Höjlund skoraði bæði mörk Man. United áður en Carlton Morris minnkaði muninn fyrir heimamenn.

Höjlund hefur nú skorað í sex deildarleikjum í röð og er yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær því, 21 árs og 14 daga. Man. United hefur unnið fjóra deildarleiki í röð og er í 6. sæti, þremur stigum á eftir Tottenham.