Rafmagn Unnið var að viðgerð.
Rafmagn Unnið var að viðgerð.
Ein­angr­ari sem slitnaði olli raf­magns­leysi á Sel­fossi, Hvera­gerði, Þor­láks­höfn og nærsveit­um í gærmorg­un. Hvera­gerðis­línu 1 og Þor­láks­hafn­ar­línu 1 leysti út klukk­an 07.41 í gærmorg­un og var rafmagnslaust í tæpa klukkustund

Ein­angr­ari sem slitnaði olli raf­magns­leysi á Sel­fossi, Hvera­gerði, Þor­láks­höfn og nærsveit­um í gærmorg­un. Hvera­gerðis­línu 1 og Þor­láks­hafn­ar­línu 1 leysti út klukk­an 07.41 í gærmorg­un og var rafmagnslaust í tæpa klukkustund. Eft­ir há­degi kom í ljós að ein­angr­ar­inn slitnaði og fór í raf­magns­staur sem kviknaði í. Stein­unn Þor­steins­dótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi Landsnets sagði í gær að bæði staur og kross í stæðu í Þor­láks­hafn­ar­línu væru ónýt­ir. Vinnu­flokk­ur var á staðnum gær og und­ir­bjó vinnu við að skipta út því sem eyðilagðist.