Mikilvæg Saga Sif Gísladóttir átti stórleik í marki Aftureldingar.
Mikilvæg Saga Sif Gísladóttir átti stórleik í marki Aftureldingar. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
Stjarnan og Afturelding unnu bæði góða sigra í botnbaráttu úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á laugardag. Stjarnan heimsótti botnlið KA/Þórs á Akureyri og hafði betur, 27:25. Eva Björk Davíðsdótt­ir fór fyr­ir Stjörn­unni er hún skoraði átta mörk

Stjarnan og Afturelding unnu bæði góða sigra í botnbaráttu úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á laugardag.

Stjarnan heimsótti botnlið KA/Þórs á Akureyri og hafði betur, 27:25.

Eva Björk Davíðsdótt­ir fór fyr­ir Stjörn­unni er hún skoraði átta mörk. Darija Zecevic átti stór­leik í marki liðsins, varði 18 skot og var með 43 pró­sent markvörslu.

Isa­bella Fraga og Nathalia Soares voru marka­hæst­ar í liði KA/Þórs með fimm mörk hvor.

Stjarnan er í 6. sæti með níu stig, fjórum stigum fyrir ofan KA/Þór á botninum.

Afturelding gerði þá frábæra ferð til Vestmannaeyja og lagði ÍBV að velli, 26:25.

Hildur Lilja Jónsdóttir og Ragnhildur Hjartardóttir voru markahæstar í liði Aftureldingar með fimm mörk hvor. Saga Sif Gísladóttir fór á kostum í marki liðsins og varði 16 skot. Var hún með tæplega 46 prósent markvörslu.

Afturelding er áfram í 7. sæti en nú með átta stig, þremur stigum fyrir ofan KA/Þór.

Fram fékk Hauka í heimsókn í Úlfarsárdal og vann sterkan sigur, 23:19.

Berglind Þorsteinsdóttir og Harpa María Friðgeirsdóttir voru markahæstar í leiknum með sex mörk hvor fyrir Fram. Andrea Gunnlaugsdóttir varði 14 skot í markinu.

Margrét Einarsdóttir varði 16 skot í marki Hauka.

Fram fór með sigrinum upp fyrir Hauka og er með 26 stig í 2. sæti líkt og Haukar sæti neðar.