Dómari Leikkonan Lupita Nyong'o leiðir alþjóðlega dómnefnd hátíðarinnar. Haft var eftir henni í frétt Variety að hún væri ánægð að þurfa ekki að taka ákvörðun um hvort hún vildi mæta meðlimum hægriflokksins AfD.
Dómari Leikkonan Lupita Nyong'o leiðir alþjóðlega dómnefnd hátíðarinnar. Haft var eftir henni í frétt Variety að hún væri ánægð að þurfa ekki að taka ákvörðun um hvort hún vildi mæta meðlimum hægriflokksins AfD. — AFP/John MacDougall
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kvikmyndahátíðin Berlinale, sem fram fer í Berlín, er haldin í 74. sinn dagana 15.-25. febrúar. Opnunarmynd hátíðarinnar er Small Things Like These í leikstjórn Tims Mielants en hún er gerð eftir samnefndri nóvellu Claire Keegan. Fyrir helgi vakti athygli að meðlimum þýska hægriflokksins Annar kostur fyrir Þýskaland (AfD) hefði verið boðið á hátíðina en eftir gagnrýni var boðið dregið til baka, segir í Politiken.