Frumvarp Ráðherra kveður eðli skipulagðrar brotastarfsemi breytt.
Frumvarp Ráðherra kveður eðli skipulagðrar brotastarfsemi breytt. — Morgunblaðið/Eggert
Umfang og eðli skipulagðrar brotastarfsemi hefur tekið verulegum breytingum hérlendis. Þetta kemur fram í grein Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í blaðinu í dag og kveðst ráðherra hafa áhyggjur af þróun mála

Umfang og eðli skipulagðrar brotastarfsemi hefur tekið verulegum breytingum hérlendis. Þetta kemur fram í grein Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í blaðinu í dag og kveðst ráðherra hafa áhyggjur af þróun mála. Hafi hópar erlendra og innlendra brotamanna lífsviðurværi sitt af brotastarfsemi, svo sem ofbeldisbrotum, þjófnaði, fjársvikum, fíkniefnabrotum og peningaþvætti.

Til að stemma stigu við óöldinni kveðst ráðherra munu mæla fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögreglulögum á Alþingi í dag. Gangi frumvarpið út á að lögregla geti unnið með markvissari hætti að almennum afbrotavörnum og heimildir hennar verði studdar skýrri lagastoð. » 15