Mark Amadou Onana fagnar mikilvægu jöfnunarmarki Everton.
Mark Amadou Onana fagnar mikilvægu jöfnunarmarki Everton. — AFP/Paul Ellis
Everton komst í gærkvöldi úr fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með því að gera jafntefli við Crystal Palace á heimavelli, 1:1. Everton er þá komið með 20 stig, eins og Luton, en fer upp fyrir nýliðana og í sautjánda sætið á betri markatölu

Everton komst í gærkvöldi úr fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með því að gera jafntefli við Crystal Palace á heimavelli, 1:1. Everton er þá komið með 20 stig, eins og Luton, en fer upp fyrir nýliðana og í sautjánda sætið á betri markatölu.

Palace náði forystunni á 66. mínútu þegar Jordan Ayew skaut bylmingsskoti frá vítateig í vinstra hornið. Amadou Onana jafnaði fyrir Everton á 84. mínútu með skalla eftir hornspyrnu.