Love is Blind Sænska útgáfan reyndist alveg eins og sú bandaríska.
Love is Blind Sænska útgáfan reyndist alveg eins og sú bandaríska. — Skjáskot/Netflix
Jæja, þar kom að því. Streymisveitan Netflix hefur hleypt af stokkunum sjöttu(!) seríunni af Love is Blind, stefnumótaþáttunum þar sem þátttakendur þurfa að kynnast hvort öðru með því að tala saman um heima og geima í gegnum vegg, og ákveða þar á…

Stefán Gunnar Sveinsson

Jæja, þar kom að því. Streymisveitan Netflix hefur hleypt af stokkunum sjöttu(!) seríunni af Love is Blind, stefnumótaþáttunum þar sem þátttakendur þurfa að kynnast hvort öðru með því að tala saman um heima og geima í gegnum vegg, og ákveða þar á mettíma hvort þeir vilji giftast og verja ævinni saman. Að sjálfsögðu ákveða alltaf nokkur pör að það sé sniðug hugmynd að binda sig manneskju sem viðkomandi hefur aldrei hitt áður, og byrjar þá ballið að sjá hvort „ástin“ geti lifað það af þegar þau vita hvernig hitt lítur út.

Að þessu sinni verður undirritaður að játa að hann er aðeins minna spenntur fyrir formúlunni en áður, mögulega af því að honum líður eins og það hafi bara verið í gær (lesist: í janúar) sem Netflix kynnti okkur sænska útgáfu þáttanna. Sú var í raun nákvæmlega eins og sú bandaríska, nema hvað öll pörin voru mun opinskárri um ástalíf sitt en kanarnir. Herregud!

En nú erum við komin úr köldum sósíalrealismanum aftur í höfuðvígi kapítalismans og þó að ég sé efins að þessu sinni verð ég eflaust kominn með poppið í sófann fyrr en varir að horfa á fólk játa múrvegg ást sína. En hversu oft verður hægt að láta formúluna ganga upp í viðbót?