Páll Magnússon
Páll Magnússon
Páll Magnússon, sem var formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis á árunum 2017-2021, vakti athygli á því fyrir helgi hve miklir veikleikar eru í landamæravörslu Íslands. Hann tók dæmi af palestínskum flóttamanni sem hafi komist aftur til landsins eftir að hafa áður verið synjað um alþjóðlega vernd og vísað úr landi. Sá sé nú annar tveggja í stungumáli sem átti sér stað í Fossvogi á dögunum.

Páll Magnússon, sem var formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis á árunum 2017-2021, vakti athygli á því fyrir helgi hve miklir veikleikar eru í landamæravörslu Íslands. Hann tók dæmi af palestínskum flóttamanni sem hafi komist aftur til landsins eftir að hafa áður verið synjað um alþjóðlega vernd og vísað úr landi. Sá sé nú annar tveggja í stungumáli sem átti sér stað í Fossvogi á dögunum.

Páll lýsir því hvernig maðurinn hafi sótt um hæli hér árið 2021 þrátt fyrir að hafa vernd í Grikklandi. Honum hafi verið synjað um vernd og vísað úr landi í október 2022 í fylgd lögreglu, fleiri lögreglumanna en venja er vegna þess hve hættulegur hann væri.

Daginn eftir að lögreglumennirnir sem fylgdu honum út hafi komið heim, hafi hann komið aftur til landsins til að sækja um vernd á ný þrátt fyrir endurkomubann! Páll telur veikleikann sem þetta sýnir fyrst og fremst stafa af erlendum flugfélögum sem sé ekki skylt að vera með farþegalista eða skanna vegabréf. Seinagangurinn hvað það varðar er verulegt áhyggjuefni og þetta sláandi dæmi sem Páll dregur fram er auðvitað aðeins eitt af fjölmörgum um hriplekt landamæraeftirlit þó að málin endi sem betur fer ekki öll í hnífsstungum.

Augljóst er að umbætur þola enga bið. Nú reynir á hvort þingmenn hafa áttað sig á vandanum sem þeir hafa komið þjóðinni í með aðgerðaleysi sínu.