— Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Litríkur smáfugl er nú staddur á Íslandi og náðist mynd af honum í Reykjanesbæ. Fuglinn er sjaldséður hér við land en sést víða í Norður-Ameríku. Myndasmiðurinn Sigurður Ægisson er kunnur fuglaáhugamaður og skrifaði á Facebook að þarna væri á…

Litríkur smáfugl er nú staddur á Íslandi og náðist mynd af honum í Reykjanesbæ. Fuglinn er sjaldséður hér við land en sést víða í Norður-Ameríku.

Myndasmiðurinn Sigurður Ægisson er kunnur fuglaáhugamaður og skrifaði á Facebook að þarna væri á ferðinni farþröstur (Turdus migratorius) og telur að hann hafi dvalið í Keflavík í þrjár vikur eða svo.

Eftir því sem blaðið kemst næst hefur fuglinn í nokkrum tilfellum sést á Íslandi í gegnum tíðina en fáar góðar myndir hafa náðst af honum fyrr en nú.