Sex Arnór Snær Óskarsson nýtti færin vel gegn Leipzig í gær.
Sex Arnór Snær Óskarsson nýtti færin vel gegn Leipzig í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Arnór Snær Óskarsson fór vel af stað með Gummersbach í gærkvöldi en hann lék þá sinn fyrsta leik með liðinu í þýsku 1. deildinni í handknattleik eftir að hafa verið lánaður þangað frá Rhein-Neckar Löwen

Arnór Snær Óskarsson fór vel af stað með Gummersbach í gærkvöldi en hann lék þá sinn fyrsta leik með liðinu í þýsku 1. deildinni í handknattleik eftir að hafa verið lánaður þangað frá Rhein-Neckar Löwen. Arnór skoraði sex mörk og átti tvær stoðsendingar, og var næstmarkahæstur í liði Gummersbach þegar það vann Leipzig, 30:29. Sex Íslendingar komu við sögu í leiknum og Viggó Kristjánsson var næstmarkahæstur hjá Leipzig með sjö mörk.