Oliver Glasner, 49 ára gamall Austurríkismaður, var í gær kynntur til leiks sem nýr knattspyrnustjóri Crystal Palace. Fyrr um daginn lét hinn 76 ára gamli Roy Hodgson af störfum hjá félaginu. Glasner stýrði Eintracht Frankfurt frá 2021 til 2023 og…
Oliver Glasner, 49 ára gamall Austurríkismaður, var í gær kynntur til leiks sem nýr knattspyrnustjóri Crystal Palace. Fyrr um daginn lét hinn 76 ára gamli Roy Hodgson af störfum hjá félaginu. Glasner stýrði Eintracht Frankfurt frá 2021 til 2023 og undir hans stjórn vann þýska liðið Evrópudeildina og komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Áður var Glasner við stjórnvölinn hjá Wolfsburg í Þýskalandi og LASK og Ried í Austurríki.