Streetfighter-mótorhjólið var vígalegt fyrir.
Streetfighter-mótorhjólið var vígalegt fyrir.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þeir sem fylgjast með götutískunni vita að Supreme er mál málanna. Þetta bandaríska hlaupabretta- og tískufyrirbæri hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum árum og vakið mikla athygli fyrir samstarf við sum af virtustu tísku- og tækjamerkjum heims

Þeir sem fylgjast með götutískunni vita að Supreme er mál málanna. Þetta bandaríska hlaupabretta- og tískufyrirbæri hefur heldur betur slegið í gegn á undanförnum árum og vakið mikla athygli fyrir samstarf við sum af virtustu tísku- og tækjamerkjum heims.

Frægt er þegar Supreme og Louis Vuitton framleiddu gríðarvinsæla fata- og aukahlutalínu, og þá þótti Supreme-skreytti Fender-gítarinn eigulegur, sem og Supreme-boxhanskarnir frá Everlast. Raunar er í dag varla hægt að finna þann húsmun sem ekki hefur verið framleiddur með Supreme-merkið prentað á með stórum stöfum, eða þann fataframleiðanda sem ekki hefur á einhverjum tímapunkti splæst merki sitt saman við Supreme.

Nú bætist Ducati við hópinn, en er þó ekki fyrsti mótorhjólaframleiðandinn til að fá merki Supreme að láni, en það var Honda sem árið 2020 færði heiminum sérútgáfu af CRF 250R-torfærumótorhjólinu.

Það á við um mótorhjólin frá Ducati að þau eru svo skemmtilega hönnuð að ekki þarf að fegra þau með alls kyns mynstri og djörfum litum, og litavalið yfirleitt frekar einfalt með rauða litinn í aðalhlutverki en svört og hvít hjól stundum fáanleg. Verður þó að segjast sem er að Supreme-merkið tekur sig vel út á nýja samstarfshjólinu, líkt og má sjá á myndunum sem fylgja greininni.

Varð fyrir valinu að setja Streetfighter V4 S-mótorhjólið í Supreme-búning og verður aðeins eitt eintak sett í sölu – væntanlega með verulegri álagningu. Hjólinu fylgir Arai Corsair-X-hjálmur í stíl. ai@mbl.is