Líffræðingar hafa greint áður óþekkta tegund af djúpsjávarkolkrabba, sem fengið hefur nafnið Ægir, en einn slíkur fannst í rannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunar vestan við Kolbeinseyjarhrygg árið 2017

Líffræðingar hafa greint áður óþekkta tegund af djúpsjávarkolkrabba, sem fengið hefur nafnið Ægir, en einn slíkur fannst í rannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunar vestan við Kolbeinseyjarhrygg árið 2017.

Tegundinni er lýst í grein sem birtist nýverið í tímaritinu Zoological Letters. Ægir lifir á allt að 2,5 km dýpi og útbreiðslan er víða um höf á norðurhveli. » 14