Svartur á leik.
Svartur á leik.
Staðan kom upp á netatskákmóti sem bar nafnið meistaramót Chessable og lauk fyrir skömmu. Vladimir Fedoseev hafði svart gegn Alireza Firouzja. 64. … Hf7+! 65

Staðan kom upp á netatskákmóti sem bar nafnið meistaramót Chessable og lauk fyrir skömmu. Vladimir Fedoseev hafði svart gegn Alireza Firouzja. 64. … Hf7+! 65. Hxf7 Bxf7 og hvítur gafst upp enda d-peð svarts að renna upp í borð. Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram dagana 29. febrúar til og með 3. mars næstkomandi. Keppnin verður haldin í Rimaskóla í Grafarvogi. Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekkur, fer fram næstkomandi laugardag. Skákmót öðlinga hófst 14. febrúar sl. og er ein umferð tefld á viku en í þessu móti geta eingöngu 40 ára og eldri tekið þátt. Í dag hefst alþjóðlegt mót í Kragerö í Noregi en oft hafa margir Íslendingar tekið þátt í því móti. Í ár hins vegar mun eingöngu stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2.465) taka þátt í því. Sjá nánari upplýsingar um þessa skákviðburði á skak.is.