Óperan Steinunn Birna Ragnarsdóttir hættir sem óperustjóri.
Óperan Steinunn Birna Ragnarsdóttir hættir sem óperustjóri. — Morgunblaðið/Hari
„Þetta eru mikil vonbrigði. Sérstaklega þar sem við ætluðum að setja upp La Boheme núna í mars. Við urðum að hætta við það vegna niðurskurðar á fjárveitingu,“ segir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Íslensku óperunnar, sem mun hætta…

„Þetta eru mikil vonbrigði. Sérstaklega þar sem við ætluðum að setja upp La Boheme núna í mars. Við urðum að hætta við það vegna niðurskurðar á fjárveitingu,“ segir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Íslensku óperunnar, sem mun hætta starfsemi eftir að hafa sett upp óperur undanfarin 44 ár.

Pétur segir niðurskurð á fjárframlögum ástæðu þess að starfseminni verður hætt. „Við reiknum með því að starf Íslensku óperunnar leggist niður,“ sagði Pétur við mbl.is í gær en sama dag var sett inn í samráðsgatt frumvarp viðskipta- og menningarmálaráðherra um stofnun Þjóðaróperu. Mun hún starfa undir hatti Þjóðleikhússins en með aðsetur í Hörpu.

Fastir starfsmenn Íslensku óperunnar voru sjö þegar mest lét. Í dag er Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri eini starfsmaðurinn og lætur hún af störfum 30. mars næstkomandi.

Fjárframlög til stofnunarinnar voru 138 milljónir króna á yfirstandandi ári en voru 240 milljónir króna á síðasta ári. Þá stóð til að framlögin yrðu nýtt í uppsetningu á óperunni Agnesi eftir Daníel Bjarnason í september en listræna teymið var ekki tilbúið fyrir þau tímamörk og gerir Pétur ráð fyrir því að sýningarrétturinn verði seldur.

„Nú er það verkefni stjórnar að ákveða hvort við svæfum stofnunina eða slítum henni,“ segir Pétur. vidar@mbl.is