Athyglisverð ráðstefna um skaðaminnkun vegna áfengisneyslu var haldin hér um daginn. Þar töluðu meðal annarra fulltrúar þingflokka og voru flestir á þeirri skoðun að sala áfengis á netinu væri til þess fallin að auka aðgengi og þar með þann skaða sem áfengi veldur

Athyglisverð ráðstefna um skaðaminnkun vegna áfengisneyslu var haldin hér um daginn. Þar töluðu meðal annarra fulltrúar þingflokka og voru flestir á þeirri skoðun að sala áfengis á netinu væri til þess fallin að auka aðgengi og þar með þann skaða sem áfengi veldur. Það kom mér á óvart að fulltrúi Pírata, sem hafa helst talað fyrir skaðaminnkun, virtist ekki taka afdráttarlausa afstöðu gegn netsölu áfengis. Skaðaminnkun felst ekki einungis í því að lögleiða ólögleg efni til að reyna að draga úr samfélagslegum skaða neyslunnar. Skaðaminnkun löglegra fíkniefna eins og áfengis og nikótíns gengur út á að takmarka aðgengi eins og hægt er og hlúa að fórnarlömbum fíknarinnar. Vona að Píratar verði sjálfum sér samkvæmir og standi vörð um þau skaðaminnkunarúrræði sem nú eru fyrir hendi til að reyna að draga sem mest úr skaða löglegra fíkniefna. Annars er hætt við að skaðaminnkunarumræðan missi trúverðugleika sinn.

Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði.