Valsmenn komast að því í dag hverjir mótherjar þeirra verða í 8-liða úrslitum Evrópubikars karla í handbolta. Auk þeirra komust áfram Ferencváros frá Ungverjalandi, Bregenz frá Austurríki, Krka frá Slóveníu, Tatran Presov frá Slóvakíu, Olympiacos frá Grikklandi og rúmensku liðin Steaua og Baia Mare.