40 ára Sæþór Björn Gunnarsson er Suðurnesjamaður í húð og hár þótt hann hafi fæðst í Reykjavík. Hann ólst upp í Keflavík og býr núna í Reykjanesbæ, þar sem áður var Njarðvík. Hann segir að það hafi verið mjög gott að alast upp í Keflavík og margt…

40 ára Sæþór Björn Gunnarsson er Suðurnesjamaður í húð og hár þótt hann hafi fæðst í Reykjavík. Hann ólst upp í Keflavík og býr núna í Reykjanesbæ, þar sem áður var Njarðvík. Hann segir að það hafi verið mjög gott að alast upp í Keflavík og margt hafi verið brallað með vinunum, mikið frjálsræði við að alast upp og hann segir að það hafi alveg komið fyrir að prakkarastrik hafi verið framin.

Hann gekk í Myllubakkaskóla og fór síðan tvö ár í Vélskólann. Fór svo að vinna hjá gröfufyrirtækinu Rekunni og hefur verið svo ánægður þar að hann er þar enn. „Ég kynntist konunni minni þegar ég var 21 árs og við erum búin að vera saman frá 2005.“

Helstu áhugamál Sæþórs eru ferðalög og fjölskyldan ferðast mikið um landið og er með hjólhýsi. Sæþór hefur líka gaman af að fara á fjöll og á stóran fjallajeppa, en hann segir að það hafi aðeins legið í láginni undanfarin ár. „Svo hef ég aðeins verið í bæði skotveiði og stangaveiði og haft gaman af.“

Fjölskylda Eiginkona Sæþórs er Anna Olsen, f. 31.5. 1989, og hún vinnur hjá Isavia. Þau eiga börnin Gunnar Þór, f. 2011, Sunnu Kristínu, f. 2013, og Daníel Þór, f. 2020. Foreldrar Sæþórs er Gunnar Þór Sæþórsson vélstjóri, f. 1965, og Tína Gná Róbertsdóttir leikskólakennari, f. 1966. Þau búa í Reykjanesbæ.