Að ráðleggja þýðir að gefa ráð, leiðbeina o.þ.u.l. Maður ráðleggur fólki eitthvað: að leggja fé í gullborunarfyrirtækið manns til dæmis

Að ráðleggja þýðir að gefa ráð, leiðbeina o.þ.u.l. Maður ráðleggur fólki eitthvað: að leggja fé í gullborunarfyrirtækið manns til dæmis. Þó aðeins ef það er svo vitlaust að ráðfæra sig við mann. Það þýðir að leita ráða hjá manni, ráðgast við mann, leita heilræða. Og þá ráðleggur maður því þetta en „ráðfærir því“ ekki.