Systur Linda, til vinstri, og Lilja Dögg Alfreðsdætur í Framheimilinu síðastliðinn laugardag, hér með fallegan blómvönd í litum íþróttafélagsins.
Systur Linda, til vinstri, og Lilja Dögg Alfreðsdætur í Framheimilinu síðastliðinn laugardag, hér með fallegan blómvönd í litum íþróttafélagsins. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Starfs Alfreðs heitins Þorsteinssonar að íþróttamálum var minnst með áhugaverðum fyrirlestrum í félagsheimili Fram í Úlfársárdal í Reykjavík sl. laugardag. Alfreð, sem lést 2020, hefði orðið áttræður 15

Starfs Alfreðs heitins Þorsteinssonar að íþróttamálum var minnst með áhugaverðum fyrirlestrum í félagsheimili Fram í Úlfársárdal í Reykjavík sl. laugardag. Alfreð, sem lést 2020, hefði orðið áttræður 15. febrúar sl. og af því tilefni var efnt til áðurnefndrar samkomu. Alfreð var alla sína tíð mjög virkur í starfi Fram, rétt eins og ræðumenn dagsins; Einar Kárason rithöfundur og Stefán Pálsson sagnfræðingur.

„Þetta var virkilega hátíðleg stund með Frömurum, fjölskyldu og vinum. Okkur fjölskyldunni þykir afar vænt um hvað margir minnast hans með hlýhug og þakklæti, segir dóttir Alfreðs, Lilja Dögg, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Hún og Linda systir hennar stóðu að þessari samkomu sem var fjölsótt. Einar Kárason gerði í sinni tölu m.a. að umfjöllunarefni þjálfarastörf fyrir Fram í fótboltanum. Stefán Pálsson ræddi um íþróttir á almennum nótum – og samfélagslega þýðingu þeirra. Þá ræddi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóri um pólitísk störf Alfreðs – og góða vináttu þeirra sem var þvert á öll flokksbönd. „Pabbi var mikill frumkvöðull bæði í íþróttastarfi og í orkumálum, sem formaður Orkuveitu Reykjavíkur til fjölda ára, segir Lilja Dögg. sbs@mbl.is