Landsbjörg Húfan fer í sölu í dag.
Landsbjörg Húfan fer í sölu í dag. — Ljósmynd/Landsbjörg
Ný húfa fyrir björgunarsveitarfólk í Landsbjörg hefur verið hönnuð hjá 66°Norður. Fer húfan í sölu í dag fyrir almenning og rennur ágóðinn til styrktar björgunarsveitunum. Samstarf 66°Norður og Landsbjargar er í tilkynningu sagt ná allt aftur til…

Ný húfa fyrir björgunarsveitarfólk í Landsbjörg hefur verið hönnuð hjá 66°Norður. Fer húfan í sölu í dag fyrir almenning og rennur ágóðinn til styrktar björgunarsveitunum.

Samstarf 66°Norður og Landsbjargar er í tilkynningu sagt ná allt aftur til ársins 1928 þegar framleiðsla hófst á hlífðarfatnaði fyrir íslenska sjómenn, sem björgunarsveitir tóku að nota um líkt leyti. Þá þróaði 66°Norður lengi fatnað fyrir björgunarsveitir landsins.

Sem fyrr segir hefst sala á húfunum í dag. Hún fer fram í verslunum 66°Norður og vefverslun Landsbjargar og er upplagið takmarkað. Verðið á húfunni er 7.900 krónur.