50 ára Kjartan ólst upp í Seljahverfinu. Hann gekk í Ölduselsskóla í og stundaði fótbolta af kappi með ÍR alveg upp í meistaraflokk. Hann gekk í Menntaskólann við Sund og fór þaðan í tölvunarfræði í Háskóla Íslands og útskrifaðist 2002

50 ára Kjartan ólst upp í Seljahverfinu. Hann gekk í Ölduselsskóla í og stundaði fótbolta af kappi með ÍR alveg upp í meistaraflokk. Hann gekk í Menntaskólann við Sund og fór þaðan í tölvunarfræði í Háskóla Íslands og útskrifaðist 2002. „Á þessum árum var bitist um tölvufræðinga, jafnvel áður en náminu lauk, og allir fengu vinnu strax.“ Í dag starfar Kjartan sem deildarstjóri hjá Wise lausnum. Helstu áhugamálin eru fjölskyldan og veiði og víst slær gamla íþróttahjartað enn. „Ég fylgist með fótboltanum og núna fylgi ég krökkunum mínum í íþróttunum.“

Fjölskylda Eiginkona Kjartans er María Sigurðardóttir kennari, f. 1974, og þau eiga þrjú börn, Orra Hrafn, f. 2002, Söru Soffíu, f. 2004 og Kjartan Karl, f. 2010. Foreldrar Kjartans eru Kjartan Hálfdánarson trésmíðameistari, f. 1946, og Sigríður Hrefna Friðgeirsdóttir skrifstofukona, f. 1946, og þau búa í Grafarvogi.