Sigrún ásamt Vilborgu Einarsdóttur stofnanda BravoEarth.
Sigrún ásamt Vilborgu Einarsdóttur stofnanda BravoEarth.
Klappir Grænar Lausnir hf. og BravoEarth ehf. hafa unnið að því að koma á markað sjálfbærnilausn sem mætir þörfum markaðarins um heildstæða lausn fyrir hvers kyns upplýsingagjöf um sjálfbærni. Lausnin er viðbót við sjálfbærnilausn Klappa og er markaðssett undir heitinu Klappir IRO

Klappir Grænar Lausnir hf. og BravoEarth ehf. hafa unnið að því að koma á markað sjálfbærnilausn sem mætir þörfum markaðarins um heildstæða lausn fyrir hvers kyns upplýsingagjöf um sjálfbærni. Lausnin er viðbót við sjálfbærnilausn Klappa og er markaðssett undir heitinu Klappir IRO.

„Samstarfið gerir okkur kleift að bjóða enn heildstæðari lausn sem auðveldar íslenskum sem og evrópskum fyrirtækjum að mæta nýjum kröfum laga og reglna um meiri og ítarlegri upplýsingagjöf um sjálfbærni,“ segir Sigrún H. Jónsdóttir, meðstofnandi Klappa, í fréttatilkynningu.