Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti nýverið 180° stefnubreytingu í hælisleitendamálum, en þegar grasrótin andæfði tóku gamlir forystumenn til varna fyrir formanninn og sögðu breytinguna sáralitla.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti nýverið 180° stefnubreytingu í hælisleitendamálum, en þegar grasrótin andæfði tóku gamlir forystumenn til varna fyrir formanninn og sögðu breytinguna sáralitla.

Til dæmis Logi Einarsson, síðasti formaður: „Þetta er engin grundvallarstefnubreyting. Það er verið að bregðast við allt öðrum aðstæðum heldur en hafa verið hérna.“ – Einmitt. Ófrávíkjanleg prinsipp þangað til þau voru það ekki lengur. Eins og eitthvað hafi loksins gerst í síðustu viku.

Stjórnmálaályktun landsfundar frá 2018 segir: „Samfylkingin vill byggja upp fjölmenningarsamfélag á Íslandi. Við viljum að Ísland beri meiri ábyrgð og taki á móti fleiri flóttamönnum […].“

Frá 2019: „Samfylkingin […] krefst þess að stöðvuð verði brottvísun þeirra barna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd og nú stendur til að senda úr landi. Þá gagnrýnir Samfylkingin harðlega þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur kynnt á útlendingalögum og þrengja að réttindum fólks sem sækir hér um skjól – og auðvelda jafnvel brottvísanir til landa eins og Grikklands.“

Og frá 2021: „Trekk í trekk hefur almenningur þurft að taka höndum saman til að verja flóttafólk og hælisleitendur fyrir ofstæki íslenskra stjórnvalda.“