Góð Tinna Alexandersdóttir sækir að körfu Njarðvíkur. Hún skoraði 28 stig.
Góð Tinna Alexandersdóttir sækir að körfu Njarðvíkur. Hún skoraði 28 stig. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Haukar styrktu stöðu sína í A-deild úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöld með því að sigra Njarðvíkinga á Ásvöllum í Hafnarfirði, 88:78. Haukakonur eru þá komnar með 20 stig og náðu Stjörnunni í fjórða sætinu

Haukar styrktu stöðu sína í A-deild úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöld með því að sigra Njarðvíkinga á Ásvöllum í Hafnarfirði, 88:78. Haukakonur eru þá komnar með 20 stig og náðu Stjörnunni í fjórða sætinu.

Njarðvík er áfram með 28 stig í öðru sæti en náði ekki að saxa á fjögurra stiga forskot Keflvíkinga. Þetta er annað tap Njarðvíkinga í röð eftir að liðið tapaði fyrir Stjörnunni í síðasta leik og fyrir vikið virðist nú Keflavík eiga beina braut að sigri í deildarkeppninni.

Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti frábæran leik með Haukum með 28 stig og níu fráköst, og Keira Robinson var með þrefalda tvennu, 20 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Þá skoraði Lovísa Björt Henningsdóttir 15 stig.

Selena Lott var frábær með Njarðvík en hún skoraði 40 stig og tók 10 fráköst. Emilie Hesseldal skoraði 15 stig og tók 11 fráköst.