63 Andreas Brehme átti farsælan feril með félagsliðum og landsliði.
63 Andreas Brehme átti farsælan feril með félagsliðum og landsliði. — AFP
Andreas Brehme, landsliðsmaður Vestur-Þýskalands og Þýskalands frá 1984 til 1994, lést í fyrrinótt af völdum hjartaáfalls, 63 ára. Brehme tryggði Vestur-Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn árið 1990 þegar hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Argentínu í Róm, 1:0, úr vítaspyrnu

Andreas Brehme, landsliðsmaður Vestur-Þýskalands og Þýskalands frá 1984 til 1994, lést í fyrrinótt af völdum hjartaáfalls, 63 ára. Brehme tryggði Vestur-Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn árið 1990 þegar hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Argentínu í Róm, 1:0, úr vítaspyrnu. Brehme, sem var bakvörður, jafnvígur á hægri og vinstri og með frábæra skottækni, lék 86 landsleiki og lék lengst með Kaiserslautern og Inter Mílanó.