Steingrímur Daði Kristjánsson
Steingrímur Daði Kristjánsson
Steingrímur Daði Kristjánsson eða STNY, sem er 22 ára tónlistarmaður, fagnar útgáfu plötu sinnar Spírall með tónleikum á Gauknum í kvöld, 21. febrúar, kl. 21. Um er að ræða aðra plötu STNY og er hún poppplata

Steingrímur Daði Kristjánsson eða STNY, sem er 22 ára tónlistarmaður, fagnar útgáfu plötu sinnar Spírall með tónleikum á Gauknum í kvöld, 21. febrúar, kl. 21. Um er að ræða aðra plötu STNY og er hún poppplata.

„Inntak textanna fer út um allt en meginþemað er innri togstreita hugans og samskipti við þau sem eru manni nánust. Hljóðheimur plötunnar er síðan undir fjölbreyttum áhrifum, s.s. frá tónlistarmönnum á borð við The Weeknd, Majid Jordan, Kanye West, The XX og Tame Impala,“ segir tónlistarmaðurinn í tilkynningu. STNY tók þátt í Músíktilraunum 2023 ásamt hljómsveit sinni og var valinn í úrslit af áheyrendum í salnum. Þar frumflutti hann tvö lög af plötunni Spírall.