Giuseppe Verdi
Giuseppe Verdi
Óperan Nabucco eftir Giuseppe Verdi verður endursýnd í Kringlubíói í dag, miðvikudaginn 21. febrúar, kl. 17. Uppsetningin er eftir Elijah Moshinsky frá 2001 í Metrópólítan-óperunni í New York

Óperan Nabucco eftir Giuseppe Verdi verður endursýnd í Kringlubíói í dag, miðvikudaginn 21. febrúar, kl. 17. Uppsetningin er eftir Elijah Moshinsky frá 2001 í Metrópólítan-óperunni í New York. Hljómsveitarstjóri er Daniele Callegari. Verkið fjallar um það þegar gyðingar verða fyrir innrás, eru sigraðir og í kjölfarið gerðir útlægir frá heimalandi sínu af Babýloníukonunginum Nabucco (Nebúkadnesar II.).