Sextánda Erling Haaland skorar sigurmarkið gegn Brentford.
Sextánda Erling Haaland skorar sigurmarkið gegn Brentford. — AFP/Paul Ellis
Manchester City er aðeins einu stigi á eftir Liverpool í baráttunni um enska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir sigur á Brentford, 1:0, á Etihad-leikvanginum í Manchester í gærkvöld. City fór upp fyrir Arsenal en nú skilja aðeins tvö stig að þessi …

Manchester City er aðeins einu stigi á eftir Liverpool í baráttunni um enska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir sigur á Brentford, 1:0, á Etihad-leikvanginum í Manchester í gærkvöld.

City fór upp fyrir Arsenal en nú skilja aðeins tvö stig að þessi þrjú efstu lið þegar þau hafa öll leikið 25 leiki og útlit er fyrir magnaða titilbaráttu næstu vikurnar.

Erling Haaland skoraði sigurmarkið úr skyndisókn á 71. mínútu en Julian Álvarez sendi boltann fram á Haaland sem nýtti vel tækifærið þegar landi hans frá Noregi, Kristoffer Ajer, féll við og skoraði einn gegn Mark Flekken markverði.

Þar með hefur Haaland náð þeim einstaka áfanga að skora gegn öllum liðunum sem hann hefur mætt í úrvalsdeildinni, 21 talsins. Hann er nú kominn með 16 mörk í deildinni á þessu tímabili og er markahæstur með einu marki meira en Mohamed Salah hjá Liverpool.