Mílanó Lautaro Martínez og Marko Arnautovic hjá Inter reyna að stöðva Álvaro Morata hjá Atlético Madrid í leiknum á Ítalíu í gærkvöld.
Mílanó Lautaro Martínez og Marko Arnautovic hjá Inter reyna að stöðva Álvaro Morata hjá Atlético Madrid í leiknum á Ítalíu í gærkvöld. — AFP/Marco Bertorello
Inter Mílanó er með naumt forskot gegn Atlético Madrid eftir fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta í gærkvöld og PSV Eindhoven og Borussia Dortmund eru jöfn fyrir seinni viðureign þeirra í Þýskalandi

Inter Mílanó er með naumt forskot gegn Atlético Madrid eftir fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta í gærkvöld og PSV Eindhoven og Borussia Dortmund eru jöfn fyrir seinni viðureign þeirra í Þýskalandi.

Austurríkismaðurinn Marko Arnautovic skoraði sigurmark Inter gegn Atlético á 79. mínútu í Mílanó með skoti af stuttu færi, 1:0.

Sáralitlu munaði að Álvaro Morata næði að jafna fyrir spænska liðið rétt fyrir leikslok þegar hann skallaði fram hjá marki Ítalanna úr dauðafæri.

Í Eindhoven í Hollandi komst Dortmund yfir á 24. mínútu þegar Hollendingurinn Donyell Malen skoraði hjá löndum sínum eftir sendingu frá Marcel Sabitzer.

Luuk de Jong náði að jafna fyrir heimamenn í PSV á 56. mínútu, 1:1, og þar við sat. Seinni leikir liðanna fara fram í Madríd og Dortmund miðvikudaginn 13. mars.