Serbía Valsmenn fagna í leikslok gegn Metaloplastika um helgina.
Serbía Valsmenn fagna í leikslok gegn Metaloplastika um helgina. — Ljósmynd/Aleksandar Djorovic
Valur mætir gamla stórveldinu Steaua frá Rúmeníu í átta liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik en dregið var í gær og leikirnir fara fram í lok mars, sá fyrri í Búkarest. Steaua hefur slegið Linz frá Austurríki og Karvina frá Tékkland út…

Valur mætir gamla stórveldinu Steaua frá Rúmeníu í átta liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik en dregið var í gær og leikirnir fara fram í lok mars, sá fyrri í Búkarest. Steaua hefur slegið Linz frá Austurríki og Karvina frá Tékkland út úr keppninni en hefur gengið afleitlega heima í Rúmeníu. Þar er liðið í tíunda sæti af fjórtán liðum og í harðri fallbaráttu en Steaua hefur aðeins unnið fjóra af sextán leikjum sínum á tímabilinu.