Grindavík Slökkvilið dældi vatni í fötur fyrir þrif á veitingastaðnum.
Grindavík Slökkvilið dældi vatni í fötur fyrir þrif á veitingastaðnum. — Morgunblaðið/Eggert
Atvinnurekendur í Grindavík voru í óðaönn að standsetja fyrirtæki sín er blaðamaður og ljósmyndari komu við í bænum í gær. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilaði íbúum og fyrirtækjum að dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn frá og með gærdeginum

Atvinnurekendur í Grindavík voru í óðaönn að standsetja fyrirtæki sín er blaðamaður og ljósmyndari komu við í bænum í gær. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilaði íbúum og fyrirtækjum að dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn frá og með gærdeginum.

„Ef ég fæ vatn á húsið þá opna ég á fimmtudag,“ segir Vilhjálmur Jóhann Lárusson, eigandi sjómannastofunnar Varar í Grindavík, aðspurður hvenær hann muni opna veitingastaðinn sinn á ný. Búist er við að köldu vatni verði hleypt á Grindavík á ný í dag. » 2