Landsréttur felldi varðhaldsúrskurð.
Landsréttur felldi varðhaldsúrskurð.
Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Snæþóri Helga Bjarnasyni, sem var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tvær hrottalegar árásir gagnvart fyrrverandi kærustu sinni

Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Snæþóri Helga Bjarnasyni, sem var í síðustu viku dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tvær hrottalegar árásir gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Er hann nú laus úr varðhaldi. Héraðsdómur hafði dæmt hann í varðhald fram í ágúst með vísan í almannahagsmuni.

Landsréttur vísar til þess að þótt maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir grófar árásir á konuna, sem og fíkniefnalagabrot, þá hafi ekki verið fallist á að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða.

Hægt er að halda mönnum í gæsluvarðhaldi til lengri tíma ef talið er að brot þeirra varði meira en 10 ára fangelsi, eða ef almannahagsmunir krefjist þess.