Viðgerðir Dómkirkjan í Ódessu hefur orðið fyrir töluverðum skemmdum.
Viðgerðir Dómkirkjan í Ódessu hefur orðið fyrir töluverðum skemmdum. — AFP/Anatolii Stepanov
Skemmdir á menningarminjum og stöðum tengdum menningararfleifð í Úkraínu eftir innrás Rússa eru nú taldar nema um 3,5 milljörðum bandaríkjadala eða um 480 milljörðum íslenskra króna. Þetta hefur AFP eftir menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO

Skemmdir á menningarminjum og stöðum tengdum menningararfleifð í Úkraínu eftir innrás Rússa eru nú taldar nema um 3,5 milljörðum bandaríkjadala eða um 480 milljörðum íslenskra króna. Þetta hefur AFP eftir menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Tvö ár eru liðin frá innrásinni 24. febrúar 2022.

Í apríl í fyrra var eyðileggingin metin á um 2,6 milljarða dala en þá voru 248 staðir á borð við söfn, bókasöfn, minnismerki og trúarstaði skrásettir. Í nýju mati stofnunarinnar, sem unnið er með aðstoð gervihnattamynda, eru staðirnir orðnir yfir 340. Tveir staðir á heimsminjaskrá UNESCO hafa orðið fyrir skemmdum, miðbæir borganna Ódessu og Lviv.

Þá kemur einnig fram í mati UNESCO að menningarstarfsemi, ferðaþjónusta og afþreytingariðnaður í landinu hafi orðið af 19 milljörðum dala, eða um 2.600 milljörðum íslenskra króna, frá innrás Rússa.