30 ára Gréta ólst upp í Garðabænum og gekk í Hofsstaðaskóla, Garðaskóla og síðan í Fjölbrautaskóla Garðarbæjar. Hún var mikil fótboltastelpa og var í Stjörnunni. „Svo var ég líka í skátafélaginu Vífli og eignaðist marga vini þar og fór í…

30 ára Gréta ólst upp í Garðabænum og gekk í Hofsstaðaskóla, Garðaskóla og síðan í Fjölbrautaskóla Garðarbæjar. Hún var mikil fótboltastelpa og var í Stjörnunni. „Svo var ég líka í skátafélaginu Vífli og eignaðist marga vini þar og fór í margar útilegur innanlands og erlendis með þeim.“ Gréta ákvað að fara í tölvunarfræði í Háskóla Íslands, en hún hafði alltaf verið góð í stærðfræði. Hún segir námið hafa komið á óvart og verið mjög skemmtilegt og í dag starfar hún sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Landsbankanum. Helstu áhugamál Grétu eru göngur og útivist. „Undanfarna mánuði hef ég verið að gera upp íbúðina okkar Ómars og minni tími gefist til útivistar.“

Fjölskylda Gréta er í sambúð með Ómari Svan Ómarssyni, vélaverkfræðingi hjá Mannviti (nú Cowi), f. 1994. Foreldrar Grétu eru Guðrún Gunnarsdóttir leikskólakennari og Unnar Einarsson húsvörður og þau búa í Garðabæ.