Spunaleikhópurinn Improv Ísland fagnar 200. sýningunni í kvöld, miðvikudaginn 21. febrúar, klukkan 20. Improv Ísland hóf starfsemi sína árið 2015 og hefur hópurinn haldið úti vikulegum sýningum á miðvikudagskvöldum í Þjóðleikhúskjallaranum allar götur síðan

Spunaleikhópurinn Improv Ísland fagnar 200. sýningunni í kvöld, miðvikudaginn 21. febrúar, klukkan 20. Improv Ísland hóf starfsemi sína árið 2015 og hefur hópurinn haldið úti vikulegum sýningum á miðvikudagskvöldum í Þjóðleikhúskjallaranum allar götur síðan. Að þessu sinni verður þó sérstök viðhafnarsýning í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Helga Braga Jónsdóttir verður gestur og fluttur verður stærsti spunasöngleikur í sögu Improv Ísland, að því er segir í tilkynningu.