Anfinn Kallsberg
Anfinn Kallsberg
Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmaður Færeyja, er látinn 76 ára að aldri að því er kemur fram í færeyskum fjölmiðlum. Kallsberg var fyrst kjörinn á færeyska Lögþingið árið 1980 fyrir Fólkaflokkinn og varð formaður flokksins árið 1996 en því starfi gegndi hann í 11 ár

Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmaður Færeyja, er látinn 76 ára að aldri að því er kemur fram í færeyskum fjölmiðlum.

Kallsberg var fyrst kjörinn á færeyska Lögþingið árið 1980 fyrir Fólkaflokkinn og varð formaður flokksins árið 1996 en því starfi gegndi hann í 11 ár. Kallsberg gegndi ýmsum ráðherraembættum, var formaður Lögþingsins um tíma og lögmaður Færeyja frá 1998 til 2004. Hann var kjörinn fulltrúi Færeyja á danska þinginu 2005 og sat þar í tvö ár en hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2011.

Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, sæmdi Kallsberg árið 2001 stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir starf hans við að efla samskipti Íslendinga og Færeyinga.