Fiðlukonsert Vera leikur áhrifamikið verk Nielsens með Sinfóníunni.
Fiðlukonsert Vera leikur áhrifamikið verk Nielsens með Sinfóníunni.
„Nielsen og Schumann“ er yfirskrift tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í kvöld, fimmtudaginn 22. febrúar, kl. 19.30. Þar leikur Vera Panitch annar konsertmeistari fiðlukonsert danska tónskáldsins Carls Nielsens

„Nielsen og Schumann“ er yfirskrift tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í kvöld, fimmtudaginn 22. febrúar, kl. 19.30. Þar leikur Vera Panitch annar konsertmeistari fiðlukonsert danska tónskáldsins Carls Nielsens.

„Nielsen hafði háleit markmið þegar hann hóf að semja konsertinn árið 1911 og reyndist verkið bæði áhrifamikið og frumlegt í formi. Á efnisskránni er einnig þriðja sinfónía Schumanns, sannkallað meistaraverk innblásið af fegurð Rínarlanda og æsileg þjóðlagafantasía fyrir hljómsveit eftir György Ligeti,“ segir í tilkynningu. Hljómsveitarstjóri er Christian Øland en Leo McFall sem upphaflega átti að stjórna tónleikunum forfallaðist.