Kántrí Beyoncé skartar iðulega kúrekahöttum um þessar mundir.
Kántrí Beyoncé skartar iðulega kúrekahöttum um þessar mundir. — AFP/Michael Loccisano
Beyoncé varð fyrst blökkukvenna til að tróna á toppi kántrílagalista Billboard með laginu „Texas Hold 'Em“ sem kom út um liðna helgi. Í frétt The Guardian segir að samband blökkumanna og kántrítónlistar hafi löngum verið strembið en að þetta nýja…

Beyoncé varð fyrst blökkukvenna til að tróna á toppi kántrílagalista Billboard með laginu „Texas Hold 'Em“ sem kom út um liðna helgi. Í frétt The Guardian segir að samband blökkumanna og kántrítónlistar hafi löngum verið strembið en að þetta nýja lag Beyoncé hafi slegið fleiri en eitt met eftir að vikulegir topplistar voru birtir síðasta þriðjudag.

„Texas Hold 'Em“ var ­gefið út samhliða öðru lagi, „16 Carriages“, síðasta sunnudag en þau eru bæði af væntanlegri plötu Beyoncé sem verður í kántrístíl.

Beyoncé varð önnur sólótónlistarkonan til þess að ná efsta sæti kántrílagalistans en Taylor Swift varð fyrst til þess árið 2021 með endurupptökum af lögunum „Love Story“ og „All Too Well“.

Þá varð Beyoncé einnig fyrsta konan til að sitja á toppi Billboard-­listanna tveggja, Hot Country Songs og Hot R&B/Hip-Hip Songs. Fyrir utan hana hefur einungis tónlistarmönnunum Justin Bieber, Billy Ray Cyrus, Ray Charles og Morgan Wallen tekist það.