30 ára Unnur Kristín fæddist í Danmörku og bjó þar fyrstu þrjú árin en hefur búið í Grafarvoginum í Reykjavík allar götur síðan. Hún gekk í Húsaskólann í Grafarvogi og var í fimleikum í Fjölni. Þegar kom að því að velja framhaldsskóla varð Kvennaskólinn í Reykjavík fyrir valinu

30 ára Unnur Kristín fæddist í Danmörku og bjó þar fyrstu þrjú árin en hefur búið í Grafarvoginum í Reykjavík allar götur síðan. Hún gekk í Húsaskólann í Grafarvogi og var í fimleikum í Fjölni. Þegar kom að því að velja framhaldsskóla varð Kvennaskólinn í Reykjavík fyrir valinu. „Það var æðislegt að vera í Kvennó og við lentum þrjár vinkonur saman í bekk og ég á marga af mínum bestu vinum frá þessum árum.“

Unnur fór í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, útskrifaðist 2019 og starfaði við hjúkrun í nokkur ár, en þá fann hún að hún vildi breyta til. „Ég fór að læra að fljúga og er að ljúka því námi og sé sko ekki eftir því. Það er mjög skemmtilegt, eiginlega alveg frábært,“ segir hún og bætir við að það hafi blundað í sér lengi að læra flug. „Svo hef ég starfað í björgunarsveitinni Ársæli síðan 2010 þegar ég byrjaði í unglingadeild. Það er góður félagsskapur og þaðan eru líka margir af mínum bestu vinum.“ Áhugamál Unnar eru útivist og hreyfing og svo flug. „Já, aðallega flug, það á allan minn huga núna.“

Fjölskylda Unnur Kristín er í sambúð með Svani Inga Björnssyni lögreglumanni og þau búa í Grafarvogi. Foreldrar Unnar eru Valdimar Einarsson, flugvéla- og þyrluverkfræðingur, og Inga Þórunn Karlsdóttir svæfingahjúkrunarfræðingur. Þau búa í Grafarvogi.