1:1 Jöfnunarmarkinu fagnað í Stara Pazova.
1:1 Jöfnunarmarkinu fagnað í Stara Pazova. — Ljósmynd/Aleksandar Djorovic
Úrslitin í Stara Pazova, 1:1, þýða einfaldlega að allt er undir í síðari leiknum á Kópavogsvelli á þriðjudaginn. Hann fer fram snemma dags, klukkan 14.30, þar sem flóðljós vallarins eru ekki nægilega sterk til að vera lögleg í svona leik og því þarf að nýta dagsbirtuna

Úrslitin í Stara Pazova, 1:1, þýða einfaldlega að allt er undir í síðari leiknum á Kópavogsvelli á þriðjudaginn. Hann fer fram snemma dags, klukkan 14.30, þar sem flóðljós vallarins eru ekki nægilega sterk til að vera lögleg í svona leik og því þarf að nýta dagsbirtuna.

Leikið verður til þrautar á Kópavogsvellinum ef með þarf, gripið verður til framlengingar og síðan vítaspyrnukeppni ef ekki tekst að útkljá leikinn á hefðbundnum 90 mínútum.

Það sem er í húfi er sæti í A-deild undankeppni Evrópumótsins 2025, sem fer fram í haust. Með því að vera í A-deildinni á Ísland meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM, getur bæði tryggt sér beint EM-sæti með því að ná öðru tveggja efstu sætanna í sínum riðli, eða þá í umspili, sem þá yrði gegn þjóð úr neðri deild.