— Morgunblaðið/Eggert
Konudagshelgin er annasöm hjá blómasölum og er engin breyting á því nú. Konudagurinn, sem er á morgun, er fyrsti dagur góumánaðar og lýkur því þorranum í dag, á svokölluðum þorraþræl. Aðeins 10 dagar eru frá Valentínusardeginum og 29 dagar frá…

Konudagshelgin er annasöm hjá blómasölum og er engin breyting á því nú. Konudagurinn, sem er á morgun, er fyrsti dagur góumánaðar og lýkur því þorranum í dag, á svokölluðum þorraþræl.

Aðeins 10 dagar eru frá Valentínusardeginum og 29 dagar frá bóndadeginum, sem eru einnig vinsælir dagar til blómakaupa. Einnig ber á aukinni verslun í bakaríum og gjafavöruverslunum í kringum þessa daga þegar landinn keppist við að sýna kærleik sinn í verki.

Nanna Björk Viðarsdóttir, eigandi Breiðholtsblóma í Mjóddinni, afhendir hér Gunnari Má Levíssyni konudagsblómvönd sem hann ætlaði að færa elskunni sinni.