Fundur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Fundur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. — Morgunblaðið/Hákon
Samningafundi breiðfylkingarinnar, fyrir utan VR sem í gær ákvað að slíta sig frá bandalaginu, og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara um kvöldmatarleytið í gær og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan níu í dag

Samningafundi breiðfylkingarinnar, fyrir utan VR sem í gær ákvað að slíta sig frá bandalaginu, og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara um kvöldmatarleytið í gær og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan níu í dag.

Félögin sem eftir standa í breiðfylkingunni eru Starfsgreinasambandið, Efling og Samiðn en þau félög hafa fallist á forsenduákvæði sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram á samningafundi í fyrrakvöld. VR féllst hins vegar ekki á þau og ákvað í gær að stíga til hliðar. Reiknað er með að fundur breiðfylkingarinnar og SA standi fram eftir degi. Heimildir Morgunblaðsins herma að vonast sé til þess að góður skriður komist á samningaviðræðurnar og ekki útilokað að samningsaðilar hittist aftur á fundi á sunnudaginn
enda sé vilji hjá báðum aðilum
að ganga frá nýjum langtímasamningi sem allra fyrst. » 2
gummih@mbl.is