„Þetta var nú heimskuleg spurning,“ segir Vilhjálmur Jóhann Lárusson, veitingamaður í Vör í Grindavík, spurður að því hvort hann hafi náð að opna veitingastaðinn í vikunni. „Ef ég ætla að opna þá opna ég,“ bætir Vilhjálmur við, léttur í bragði, en…

„Þetta var nú heimskuleg spurning,“ segir Vilhjálmur Jóhann Lárusson, veitingamaður í Vör í Grindavík, spurður að því hvort hann hafi náð að opna veitingastaðinn í vikunni. „Ef ég ætla að opna þá opna ég,“ bætir Vilhjálmur við, léttur í bragði, en hann opnaði staðinn í gær og mætti fjöldi gesta í hádegismat.

Morgunblaðið ræddi við Vilhjálm fyrr í vikunni og sagðist hann þá harðákveðinn í því að ná að opna dyr veitingastaðarins fyrir helgina. Og það gerði hann einmitt. Vör er yfirleitt opin í hádeginu á virkum dögum en Vilhjálmur kveðst ætla að prófa að hafa opið um helgina, þó sennilega verði minna að gera. „Ætli ég taki þann slag ekki líka, þeir verða að borða,“ segir Vilhjálmur og á þá meðal annars við viðbragðsaðila í Grindavík. Kveðst hann munu standa vaktina í Vör, allavega fram að næsta gosi. sonja@mbl.is