Meiddur Kristófer Acox spilaði gegn Ungverjum í fyrrakvöld.
Meiddur Kristófer Acox spilaði gegn Ungverjum í fyrrakvöld. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kristófer Acox verður ekki með íslenska landsliðinu í körfuknattleik þegar það mætir Tyrkjum í undankeppni EM í Istanbúl á morgun. Hann fór ekki með liðinu til Tyrklands í gær vegna meiðsla eftir að hafa spilað gegn Ungverjum í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld

Kristófer Acox verður ekki með íslenska landsliðinu í körfuknattleik þegar það mætir Tyrkjum í undankeppni EM í Istanbúl á morgun. Hann fór ekki með liðinu til Tyrklands í gær vegna meiðsla eftir að hafa spilað gegn Ungverjum í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Hjálmar Stefánsson kom inn í tólf manna hópinn í hans stað og Craig Pedersen þjálfari gerði aðra breytingu. Tómas Valur Þrastarson kemur í staðinn fyrir Sigurð Pétursson.