Samspil Sirra Sigrún Sigurðardóttir.
Samspil Sirra Sigrún Sigurðardóttir.
Mismunandi upplausnir nefnist einkasýning Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur sem opnuð er í öllum sölum Kling & Bang í dag, laugardag, kl. 17. Sýningin stendur til 7. apríl. „Sirra Sigrún er einn stofnandi Kling & Bang og er því tilefnið einstaklega gleðilegt

Mismunandi upplausnir nefnist einkasýning Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur sem opnuð er í öllum sölum Kling & Bang í dag, laugardag, kl. 17. Sýningin stendur til 7. apríl.

„Sirra Sigrún er einn stofnandi Kling & Bang og er því tilefnið einstaklega gleðilegt. Sirra Sigrún hefur við tilefni sýningarinnar skapað ný verk sem öll skoða á mismunandi hátt samspil skynjunar okkar og skilnings við staðreyndir, raunveruleika og aðferðir vísindanna til að miðla þeim með sjónrænum hætti. Verk hennar staðsetja okkur og setja okkur, mannfólkið á jarðkúlunni, í samhengi við himingeiminn og forsöguna. Þetta eru ekki ný sannindi í sjálfu sér, en hún færir þau nær okkur og gerir þau áþreifanleg. Sirra nýtir gögn og aðferðir mikilhæfra vísindamanna og hugsuða en eftir snúning í tilraunaglasi listamannsins birtist gjarnan annað og óvænt sjónarhorn,“ segir í tilkynningu frá Kling & Bang.